NN Makeup School

Stutt persónuleg förðunarnámskeið

Lærðu að farða þig sjálfa, hjá meistaranum!

Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, hefur haldið hin geysivinsællu förðunarnámskeið No Name í yfir 30 ár..

Kristín er stofnandi No Name Cosmetics förðunarlínunnar og stofnaði fyrsta förðunarskólann á Íslandi. Hún kenndi við Fjölbraut í Breiðholti í mörg ár. Er höfundur bókarinnar Förðun, skref fyrir skref sem kom út fyrir jólin 2014. Kristín er einna þekktust fyrir hina margrómuðu 5 mínútna förðun sem allar konur geta lært. Námskeiðin hafa notið einstakra vinsælda hjá konum um allt land. .

Förðunarnámskeið 3 klst.

Stutt og hnitmiðað förðunarnámskeið þar sem kennd verða grunnatriði dag- og kvöldförðunar og umhirða húðar og mismunandi skygginar. Farið yfir val á áhöldum. Frábær leið til að læra að farða sig sjálf, grunnförðun sem nýtist alla tíð. Fyrir alla aldurshópa frá 15 - 80+ ára.

3 - 4 klst.!

Fyrir hverja?

Tilvalið fyrir saumaklúbba, vinnustaðahópa og einstaklinga.

Einkanámskeið

Einkakennsla þar sem þú verður ein með förðunarmeistara sem kennir þér dag- og kvöldförðun sem er sérsniðin fyrir þig. Innifalið í námskeiði er leiðbeiningablað, vörur og aukatími eftir samkomulagi fyrir eftirfylgni í þeim atriðum sem kennd, eftir að þú hefur fengið smá tíma til að æfa þig.

Vörur

Kennt verður með NN Cosmetics (No Name) vinsælu sem hefur verið á markaðinum í yfir 30 ár og umhverfivænu Lepo húðlínunni sem er vegan og unnin úr ólífuolíu og öðrum heilnæmum jurtum..